Páskafrí og skólinn framundan

3 apr 2020

Páskafrí og skólinn framundan

Nú eru þrjár vikur liðnar af skólalokun vegna samkomubanns. Þetta hafa verið undarlegir tímar en allt kapp hefur verið lagt á að halda áfram kennslu í fjarnámi þar sem því er viðkomið. Bóknámskennarar skólans eru alvanir fjarnámskennslu sem auðveldaði okkur mikið að takast á við þetta stóra verkefni. 

Nú er páskafrí að skella á. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 14. apríl.  Samkvæmt því sem sóttvarnarlæknir hefur boðað verður samkomubann framlengt til 4. maí og því munum við halda áfram fjarkennslu eftir páska eins og verið hefur síðustu þrjár vikurnar. 

Okkar allra bíður það sameiginlega verkefni að halda náminu áfram eftir páska. Höfum í huga að það er stutt af önninni og saman munum við klára þessari önn - því önninni mun ljúka! Öllum bóklegum áföngum mun ljúka skv. áætlun en tíminn mun leiða í ljós hvernig lokum á verknámsáföngum verður háttað en þeim mun líka ljúka! Það sama á við um útskrift, hún mun fara fram en við vinnum nú að því að gera varaplön sem við munum grípa til ef á þarf að halda. Allt skýrist þetta betur eftir páska.

Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að njóta þess að komast í smá páskafrí. Reynið að ná nokkrum dögum þar sem þið getið hvílt ykkur á námi og vinnu. Borðið páskaegg, gerið eitthvað skemmtilegt en munið að fara alltaf að fyrirmælum almannavarna. Þannig verðum við öll tilbúin í lokasprett annarinnar eftir páska.

Gleðilega páska!

 

Til baka