RÚV heimsótti Gettu betur lið MÍ

17 feb 2020

RÚV heimsótti Gettu betur lið MÍ

Undirbúningur fyrir 8 liða úrslit Gettu betur er í fullum gangi og spennan orðin mikil í Menntaskólanum á Ísafirði.  

Í dag heimsótti RÚV skólann og fylgdi Gettu betur liði MÍ í undirbúningi sínum fyrir keppnina í sjónvarpssal næsta föstudag. 

Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson kennari í menntaskólanum og forstöðumaður FabLabsins á Ísafirði, sem staðsett er í menntaskólanum, aðstoðaði liðið í dag meðal annars við skiltagerð fyrir liðið.   

MÍ keppir gegn Verzlunarskóla Íslands í 8 liða úrslitum og fer viðureignin fram föstudaginn 21. febrúar nk. í sjónvarpssal. Bein útsending hefst á RÚV kl. 19.45.  

Lið MÍ skipa Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir. 

Áfram MÍ!  

Til baka