Reisugildi timburhúss

25 feb 2019

Reisugildi timburhúss

Því var fagnað á dögunum að búið væri að reisa þakgrind hússins sem nemendur á 2. ári í húsasmíði vinna að um þessar mundir. Húsið er unnið eftir teikningu Hallvarðar Aspelund hjá Tækniþjónustu Vestfjarða og undir styrkri stjórn kennaranna Þrastar Jóhannessonar og Bergsteins Gunnarssonar. Blásið var til reisugildis í verknámshúsi skólans og Fossavatnsgangan sem er þegar búin að festa kaup á húsinu, bauð nemendum og starfsfólki upp á veitingar í tilefni dagsins. Fossavatnsgangan hyggst nota húsið sem brautarskýli í Fossavatnsbrautinni en samskonar hús var reist af nemendum skólans fyrir tveimur árum síðan. Það hús var einnig keypt af Fossavatnsgöngunni og hefur þjónað tilgangi sínum vel. Á meðfylgjandi myndum má sjá hið reisulega hús sem og nemendur, kennara og gesti gæða sér á kræsingunum. Nemendum á 2. ári í húsasmíði og kennurum þeirra er óskað innilega til hamingju með vel unnið verk!

Til baka