Samkomulag við Vinnumálastofnun um fræðslu fyrir nemendur á starfsbraut

2 maí 2022

Samkomulag við Vinnumálastofnun um fræðslu fyrir nemendur á starfsbraut

Undirritun samkomulagsins. Frá vinstri: Guðrún Stella Gissurardóttir frá Vinnumálastofnun, Heiðrún Tryggvadóttir skólameistari, Erna Sigrún Jónsdóttir námsráðgjafi og Helga Björt Möller sviðsstjóri starfsbrautar
Undirritun samkomulagsins. Frá vinstri: Guðrún Stella Gissurardóttir frá Vinnumálastofnun, Heiðrún Tryggvadóttir skólameistari, Erna Sigrún Jónsdóttir námsráðgjafi og Helga Björt Möller sviðsstjóri starfsbrautar

Nú á dögunum gerðu Vinnumálastofnun og Menntaskólinn á Ísafirði með sér samning um fræðslu fyrir nemendur á 3. og 4. ári starfsbrautar. Í samningnum felst að Vinnumálastofnun býðst til að koma inn með fræðslu fyrir nemendurna og framkvæmd og útfærsla verkefnisins er samkomulag á milli skólans og Vinnumálastofnunar.

Samningurinn kemur í kjölfar samnings Félagsmálaráðuneytis og Vinnumálastofnunar um verkefnið ráðning með stuðningi. Aðdragandi þessa verkefnis eru tillögur verkefnahóps um úrbætur í menntun, atvinnu og tómstundum fyrir rnemendur sem hafa lokið starfsbrautum framahaldsskóla og birtar voru í desember 2020. 

Til baka