Samstarf við meistaranema í HSVEST

4 des 2012

Samstarf við meistaranema í HSVEST

Á önninni sem nú er senn liðin hefur verið tekið upp á þeirri nýjung að nemendur í áfanganum ENS503  bjóða meistaranámsnemum hjá Háskólasetri Vestfjarða í heimsókn til sín og kynna fyrir þeim Vestfirðina í máli og myndum. Kynningarnar fara fram á ensku og eru hluti af sjálfstæðu rannsóknarverkefni sem nemendurnir hafa unnið að undanfarið. Háskólanemarnir hafa einnig komið í heimsókn í skólann og sagt frá sínum verkefnum. Að sögn Kristjáns Viggóssonar kennara í ensku hefur verkefnið hagnýtt gildi, bæði fyrir nemendur MÍ sem æfast í tungumálinu og einnig fyrir meistaranemana sem þannig fá fræðslu um nærumhverfið. Verkefnið sé þannig nokkurskonar tilraun til að byggja brú milli samfélagsins og háskolasetursins og efla samskiptin á milli þessara skólastiga.
 

Til baka