Sigur í MORFÍS

15 nóv 2011

Sigur í MORFÍS

Lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja sótti MÍ-inga heim síðastliðinn föstudag þegar fram fór fyrsta MORFÍS keppni vetrarins. Eftir að dómarar höfðu tekið sér langan tíma til að skera úr um úrslitin var ljóst að MÍ hafði sigrað keppnina. Ræðumaður kvöldsins kom hinsvegar frá FS, Arnar Már Eyfells. Lið MÍ er því komið áfram í 16 liða úrslit og verður næsta keppnin í desember og þá mæta MÍ-ingar liði FB.

Í MORFÍS liði skólans eru að þessu sinni þau Berglind Halla Elíasdóttir, Gauti Geirsson, Ísak Emanúel Róbertsson og Tómas Ari Gíslason. Til hamingju með sigurinn!

Til baka