Skólafundur - frumsýning á jólapeysu

27 nóv 2013

Skólafundur - frumsýning á jólapeysu

Jón í peysunni góðu.
Jón í peysunni góðu.
1 af 4
Skólafundur var haldinn í fundartíma í dag. Rætt var um aðstöðu félagsmiðstöðvar í Gryfjunni og upplýst um kaup á nýjum sófum í stað þeirra sem félagsmiðstöðin er nú með að láni. Þá var fjallað um flokkun á sorpi og nýjar merktar ruslatunnur kynntar. Nemendur kynntu einnig 1. des hátið sem haldin verður í Félagsheimilinu í Bolungarvík næsta föstudag. Hápunktur fundarins var stundin þegar skólameistari skrýddist glæsilegri jólapeysu sem hönnuð var og skreytt af fulltrúum nemenda. Peysunni klæddist Jón Reynir þar sem tekist hafði að safna rúmum 20 þúsund krónum í söfnun Barnaheilla á síðunni jolapeysan.is. Þar má sjá að lið skólans er sem stendur í 5. sæti af 26 liðum sem hafa skráð sig til leiks. Ekki er loku fyrir það skotið að Jón Reynir klæðist peysunni aftur við gott tækifæri, í löngu frímínútum eða hádegishléi fljótlega, gangi söfnuni áfram vel.

Til baka