Skólahjúkrun og heimanámsaðstoð

18 okt 2016

Skólahjúkrun og heimanámsaðstoð

Skóli er svo margt! Menntaskólinn á Ísafirði er í áhugaverðum samstarfsverkefnum í heimabyggð til að sporna við brottfalli og bæta líðan nemenda. Annars vegar er það verkefni um skólahjúkrun í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en Rakel Ingvadóttir skólahjúkrunarfræðingur er með viðtalstíma í skólanum alla miðvikudaga frá kl. 10:30-12:00. Hins vegar er það samstarfsverkefni við Vesturafl og Starfsendurhæfingu Vestfjarða. Einn angi af því verkefni er heimanámsaðstoð sem verður í boði fyrir nemendur alla miðvikudaga frá kl. 15:15-16:15. Ýmislegt fleira er svo í farvatninu.

Til baka