Skólasýningin BETT 2020

30 jan 2020

Skólasýningin BETT 2020

BETT 2020
BETT 2020

Tveir kennarar Menntaskólans á Ísafirði sóttu skólasýninguna BETT í London 21. - 24. janúar sl.

BETT er stór skólasýning sem haldin er árlega í London. Helstu fagaðilar sem tengjast skólamálum kynna þar nýjungar í skólastarfi, vörur og kennsluefni. Á sýningunni er einnig fjölbreytt dagskrá fyrirlestra um menntamál og örnámskeiða í þeim nýjungum sem verið er að kynna. 

Menntaskólinn á Ísafirði hefur tekið þátt í BETT undanfarin ár með veglegum styrkjum frá RANNÍS og sent einn til tvo kennara á sýninguna. Þátttakan nýtist skólanum í starfi kennara og stjórnenda sem fá hugmyndir og aðgang að kennsluefni, kennslubúnaði og nýjungum í tækni, sem og til að mynda tengingar við alþjóðanet fagaðila í skólastarfi.

Kennararnir sem tóku þátt í BETT í ár voru Helga Guðrún Gunnarsdóttir kennari háriðngreina og starfsbrautar, og Júlía Björnsdóttir kennari stjórnmálafræði, dönsku og ritlistar og safnvörður bókasafns skólans. 

Til baka