Skólinn kvaddur

6 maí 2022

Skólinn kvaddur

Árvisst merki um að vorið sé komið, eða að minnsta kosti á næsta leiti, eru útskriftarefni í skrautlegum búningum sem taka daginn snemma einn morgun í byrjun maí. Glaður hópur gríslinga var á ferðinni á Ísafirði við sólarupprás, fóru um bæinn og vöktu kennara sína og annað starfsfólk. Þau komu síðan í skólann til að kveðja samnemendur og kennara með fjörlegum hætti og þá er gott að taka sér hvíld öðru hvoru í tröppunum fyrir utan skólann. Útskriftarefnum er óskað góðs gengis á lokasprettinum í MÍ og alls hins besta í framtíðinni.

Ljósmynd: Martha Kristín Pálmadóttir

Til baka