Smit í skólanum

8 jan 2022

Smit í skólanum

Við upphaf skólastarfs á vorönn var ljóst að staðan á kórónuveirufaraldrinum gæti fljótt raskað skólastarfi. Í gær, föstudag, kom upp smit hjá einum kennara skólans. Smitrakningu er lokið og hefur verið haft samband við þá aðila sem þurftu að fara í sóttkví vegna mögulegrar útsetningar. Ljóst er að einhver röskun verður á kennslu vegna þessa. Ef kennslustundir falla niður munu nemendur verða upplýstir um það eins og áður.

Við hvetjum áfram nemendur til að fara í einkennasýnatöku og vera heima ef þeir finna fyrir minnstu flensulíkum einkennum. Einnig að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, spritta sig við innkomu á ný svæði og nota grímur. Áfram skal tilkynnt um sóttkví og einangrun á netfangið misa@misa.is

Við getum þetta saman, stjórnendur MÍ

Til baka