Sólarkaffi

24 jan 2019

Sólarkaffi

1 af 2

Sólarkomunni þetta árið var að vanda vel fagnað af nemendum og starfsfólki skólans. Komið var saman í Gryfjunni og allir gæddu sér á pönnukökum, upprúlluðum eða með rjóma og sultu, ásamt fleira góðgæti. Þriðju bekkingar höfðu veg og vanda af bakstri og framreiðslu kræsinganna en þetta er árviss fjáröflun hjá þeim árgangi fyrir útskriftarferð sem farin verður í sumar.

Til baka