Sólarkaffi

26 jan 2023

Sólarkaffi

Löng hefð er fyrir sólarkaffi innan Menntaskólans á Ísafirði. Útskriftarferðarfarar skólans buðu upp á sólarpönnukökur og fleira meðlæti í Gryfjunni í dag, 26. janúar. 

25. janúar er hinn eiginlegi sólardagur Ísfirðinga en sólardagur er miðaður við þann dag er sól sleikir Sólgötu við Eyrartún (ef veður leyfir) eftir langa vetursetu handan fjalla. Á Ísafirði hvefur sólin á bak við fjöll seint í nóvember og birtist aftur í lok janúar. Í meira en 100 ár hafa Ísfirðingar fagnað komu sólar með því að drekka sólarkaffi og gæða sér á pönnukökum. 

Við bjóðum sólina velkomna aftur í bæinn. 

Til baka