Sólarkaffi MÍ

28 jan 2020

Sólarkaffi MÍ

Sólarkaffi MÍ 2020
Sólarkaffi MÍ 2020

Löng hefð er fyrir sólarkaffi innan Menntaskólans á Ísafirði. Fimmtudaginn 23. janúar sl. var boðið upp á sólarkaffi í skólanum. Um kaffið sáu útskriftarferðarfarar skólans. 

25. janúar er hinn eiginlegi sólardagur Ísfirðinga en sólardagur er miðaður við þann dag er sól sleikir Sólgötu við Eyrartún (ef veður leyfir) eftir langa vetursetu handan fjalla. Á Ísafirði hvefur sólin á bak við fjöll seint í nóvember og birtist aftur í lok janúar. Í meira en 100 ár hafa Ísfirðingar fagnað komu sólar með því að drekka sólarkaffi og gæða sér á pönnukökum. 

Ekki hefur þó sést til sólar síðan sólin fór að ná yfir fjöllin, en allar líkur eru á að það muni gerast í dag, þriðjudaginn 28. janúar. Við bjóðum sólina velkomna aftur í bæinn. 

 

Til baka