Sólarkaffi í boði þriðjubekkinga og MÍ

31 jan 2014

Sólarkaffi í boði þriðjubekkinga og MÍ

Davíð Sighvatsson og Salóme Magnúsdóttir lesu vísur um sólina eftir  Stephan G. Stephansson
Davíð Sighvatsson og Salóme Magnúsdóttir lesu vísur um sólina eftir Stephan G. Stephansson
1 af 2

Í fundartíma fimmtudaginn 30. janúar  buðu nemendur á þriðja ári og skólinn upp á sólarkaffi. Skólameistari flutt stutt ávarp og nefndi að sólin hafi reyndar ekki sést ennþá þó liðnir væru 5 dagar frá því að hún fór að lyfta sér upp fyrir fjallsbrúnir í Engidal. Þá ræddi hann þá tungugsófa og sófaborð sem sett voru upp í sal bóknámshússins í byrjun vikunnar. Þessir sófar eru framlag skólans og Ísafjarðarbæjar til að bæta aðstöðu félagsmiðstöðvar 16+ sem nú er til húsa á neðri hæð bóknámshúss MÍ. Fögnuðu nemendur þessari bættu aðstöðu með lófataki. Nemendurnir Davíð Sighvatsson og Salóme Magnúsdóttir lásu nokkrar vísur um sólina eftir  Stephan G. Stephansson. Að því loknu bauð Salóme öllum að fá sér pönnukökur og ýmislegt annað góðgæti sem var á borðum. 

Til baka