Söngkeppni NMÍ

14 nóv 2014

Söngkeppni NMÍ

Söngkeppni NMÍ fór fram í íþróttahúsinu á Torfnesi í gær að viðstöddu fjölmenni. Alls tóku 9 atriði þátt í keppninni að þessu sinni og voru lögin að vanda flest flutt við undirleik Húsbandsins, en það skipuðu þau Pétur Óli Þorvaldsson, Þormóður Eiríksson, Kristín Harpa Jónsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Svo fór að Salóme Katrín Magnúsdóttir stóð uppi sem siguvegari en hún flutti lagið Sprawl II með hljómsveitinni Arcade Fire. Í öðru sæti var hljómsveitin Rythmatik en þeir fluttu frumsamda lagið Tiny knots. Í þriðja sæti var svo Anna Þuríður Sigurðardóttir með lagið Crazy með Gnarls Barkley. Kynnir var Pétur Magg og í dómnefnd sátu Benedikt Sigurðsson, Dagný Hermannsdóttir og Sveinbjörn Hjálmarsson.

Til baka