Söngkeppni framhaldsskólanna

17 nóv 2012

Söngkeppni framhaldsskólanna

Undankeppni MÍ fyrir söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í gærkvöldi þrátt fyrir hríðarbyl og ófærð. Keppnin tókst í alla staði vel og umgerðin var að vanda glæsileg, en mikill undirbúningur liggur þar að baki. Fólk lét veður og færð þó ekki aftra sér og mæting var furðu góð. Kynnir kvöldsins var Arnar Guðmundsson fyrrum nemandi skólans en hann slapp vestur rétt áður en leiðin lokaðist vegna veðurs. Hljómsveit hússins skipuðu þau Benjamín Bent Árnason, Kristín Harpa Jónsdóttir, Mateusz Samson og Þormóður Eiríksson. Hljómsveitin lék undir í flestum atriðum en auk þess kom fjöldi annarra hljóðfæraleikara við sögu. Sigurvegari að þessu sinni var Magnús Traustason en hann flutti Hjálmalagið "Leiðin okkar allra". Með Magnúsi á sviðinu í bakröddum voru þeir Jóhann Gunnar Guðbjartsson, Finnbogi Dagur Sigurðsson, Birgir Knútur Birgisson og Davíð Sighvatsson. Þeir verða fulltrúar MÍ í lokakeppninni sem haldin verður í apríl á næsta ári. Gangi ykkur vel strákar!

Til baka