Söngkeppni framhaldsskólanna 2023

31 mar 2023

Söngkeppni framhaldsskólanna 2023

Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 verður haldinn laugardaginn 1. apríl í Hinu húsinu.

Mariann Raehni og Sylvía Lind Jónsdóttir keppa fyrir hönd MÍ og munu flytja lagið Anyone eftir Demi Lovato.

Keppninni verður streymt í gegnum Stöð2 Vísi kl. 19:00 og hvetjum við alla til að fylgjast með.

Dómnefndina í ár skipa þau Jón Heiðar Halldórsson, Saga Matthildur, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Þórunn Clausen.

Atkvæði dómnefndar vega helming á móti atkvæðum sem berast í gegnum símakosningu, þannig það er um að gera að fylgjast með.

Óskum við stelpunum okkar góðs gengis í keppninni

Til baka