Stöðupróf í dönsku og spænsku í MS

4 sep 2023

Stöðupróf í dönsku og spænsku í MS

Vekjum athygli á að Menntaskólinn við Sund býður nú upp á stöðupróf í dönsku og spænsku.

Prófin verða þriðjudaginn 26. september kl. 12:00.

Athugið að í stöðuprófi er gert ráð fyrir sérstakri færni í tungumálinu t.d. ef um er að ræða annað móðurmál viðkomandi eða búsetu erlendis. Skólinn byggir á viðmiðum evrópsku tungumálamöppunnar og kallar til fagaðila sem framkvæma munnlegt og skriflegt mat á nemendum.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Menntaskólanum við Sund

Til baka