Stofnfundur Femínistafélags MÍ

24 okt 2018

Stofnfundur Femínistafélags MÍ

Í kvöld kl. 18 verður stofnfundur Femínistafélags MÍ haldinn í Gryfjunni. Allir nemendur sem áhugasamir eru um stofnun félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn. Það er vel við hæfi að stofna femíninstafélag í skólanum á þessum degi því 24. október eru 43 ár liðin frá Kvennafrídeginum 1975. Þá tóku þúsundir kvenna sér frí frá vinnu og heimilisstörfum og tóku þátt í fjöldafundi á Lækjartorgi í Reykjavík en sá viðburður vakti heimsathygli. Femíninstafélagi MÍ er óskað góðs gengis í komandi baráttu!

Til baka