Styrktarhlaup NMÍ

9 maí 2016

Styrktarhlaup NMÍ

Líkt og á haustönn stendur Nemendafélag MÍ fyrir styrktarhlaupi þar sem allur ágóði mun renna til styrkstar Krabbameinsfélaginu. Hlaupið verður miðvikudaginn 11. maí og hefst kl. 17, lagt er af stað frá Menntaskólanum. Hlaupnar verða þrjár vegalengdir, 2,5 km, 5 km og 10 km. Þátttökugjald er lágmark 500 krónur en hærri framlög eru að sjálfsögðu einnig vel þegin. Allir eru hvattir til að mæta í bláu og hlaupa til styrktar góðu málefni.

Til baka