Þátttöku MÍ í Gettu betur lokið

24 feb 2020

Þátttöku MÍ í Gettu betur lokið

Spennandi Gettu betur viðureign Menntaskólans á Ísafirði og Verzlunarskóla Íslands fór fram föstudagskvöldið 21. febrúar og lauk með sigri Verzlunarskólans með 32 stigum gegn 25.  

Við óskum báðum liðum til hamingju með góða frammistöðu í keppninni.  

Ekkert ferðaveður var frá Ísafirði fimmtudag og föstudag, hvorki með bíl né flugi. Sem betur fer fór Gettu betur lið MÍ suður á miðvikudeginum þegar sá í hvað stefndi samkvæmt veðurspá. Við þökkum kærlega öllum þeim áhorfendum sem svöruðu kallinu og mættu í sjónvarpssal til að styðja MÍ þegar í ljós kom að stuðningslið MÍ kæmist ekki suður með rútu á föstudeginum eins og til stóð vegna veðurs. Vel gert velunnarar MÍ!  

Til baka