Þjónustusamningur við Snerpu undirritaður

26 nóv 2019

Þjónustusamningur við Snerpu undirritaður

Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Snerpu og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari við undirritun samningsins
Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Snerpu og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari við undirritun samningsins

Nýr þjónustusamningur um tölvu- og vefþjónustu fyrir skólann var undirritaður við Snerpu ehf í gær. Þeir Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Snerpu og Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari skrifuðu undir samninginn og svo skemmtilega vildi til að það var einmitt á 25 ára afmælisdegi Snerpu, þann 25. nóvember. Við óskum Snerpu til hamingju með afmælið og þökkum samstarfið í gegnum árin, sem vonandi verður farsælt hér eftir sem hingað til.

Til baka