Þrír verknámsnemendur í skólaheimsókn í Danmörku

31 mar 2017

Þrír verknámsnemendur í skólaheimsókn í Danmörku

Frá árinu 2011 hefur MÍ átt í farsælum samskiptum við stóran verknámsskóla í Danmörku, EUC Lillebælt í Fredericia. Á haustin hafa komið hingað danskir nemendur og á vorin hafa nemendur frá okkur farið til Danmerkur. Í þetta sinn fóru þau Elísabet Finnbjörnsdóttr nemandi í grunndeild málmiðna og vélstjórnarnemarnir Gunnar Þór Valdimarsson og Sigþór Hilmarsson Lyngmo. Munu þau dvelja úti í alls 3 vikur þar sem þau bæði fara í tíma í skólanum og út í fyrirtæki. Við erum mjög ánægð með þetta samstarf og vonum svo sannarlega að það verði farsælt áfram.

Til baka