Tilkynning vegna væntanlegs óveðurs 14. febrúar

13 feb 2020

Tilkynning vegna væntanlegs óveðurs 14. febrúar

Ágætu nemendur og starfsfólk

Vegna slæmrar veðurspár fyrir föstudaginn 14febrúar hefur verið ákveðið að loka skólahúsnæði Menntaskólans á Ísafirði. Staðbundin kennsla fellur niður en nemendur og starfsfólk sinna vinnu og námi í gegnum námsumsjónarkerfið Moodle. Kennarar verða í sambandi við nemendur í tölvupósti ef breytingar verða á fyrirkomulagi kennslu.

Fyrirhugaðri árshátíð nemenda sem halda átti annað kvöld er frestað um óákveðinn tíma.

Með góðri kveðju,

stjórnendur Menntaskólans á Ísafirði

Til baka