Tillaga nemenda í UMÁT um nafn á nýjum þjóðgarði

27 maí 2021

Tillaga nemenda í UMÁT um nafn á nýjum þjóðgarði

Hér má sjá 6 efstu tillögurnar sem nemendur kusu um í áfanganum UMÁT.
Hér má sjá 6 efstu tillögurnar sem nemendur kusu um í áfanganum UMÁT.

 

Í Menntaskólanum á Ísafirði er áfanginn Umhverfis- og átthagafræði (UMÁT) kenndur á hverju ári. 

Hluti af UMÁT áfanganum á haustönn 2020 fjallaði um þjóðgarða og var ferlið við stofnun þjóðgarðsins á sunnanverðum Vestfjörðum skoðað. 

Í tengslum við efnið var unnið að tillögum að nafni á nýja þjóðgarðinn. Nemendur í áfanganum voru 50 talsins. 19 tillögur að nafni bárust frá nemendum og var síðan kosið í þremur hlutum út frá tillögum nemenda. Í lokin var kosið um sex efstu tillögurnar sem voru. 

Sigurtillaga UMÁT í MÍ var Vesturgarður með þeim rökstuðningi að það væri einfalt, lýsandi og grípandi. 

Sigurtillagan var send fyrir hönd nemenda í samkeppni Umhverfisstofnunar um nafn á þjóðgarðinn, ásamt hinum fimm efstu tillögunum. 

 

Samstarfshópur verkefnisins hjá Umhverfisstofnun hefur nú farið yfir tillögurnar og valið úr þeim fimm nöfn sem hópnum fannst koma best til greina og efnir nú til kosninga um nafnið. Er Vesturgarður ein af þeim tillögum sem nú er kosið um.

 

Tillögurnar sem hægt er að kjósa um nú á vef Umhverfisstofnunar eru eftirfarandi:

  • Vesturgarður - einfalt nafn, lýsandi og grípandi.
  • Þjóðgarðurinn Gláma -  nafnið myndi halda á lofti nafni jökuls sem er horfinn ásamt því að vísa til Glámuhálendis
  • Dynjandisþjóðgarður  - vísar til fossins Dynjanda
  • Arnargarður – vísar til stofns hafarna í þjóðgarðinum
  • Vestfjarðaþjóðgarður

 

Við hvetjum alla til að kjósa um nafn á nýja þjóðgarðinn á sunnanverðum Vestfjörðum HÉR: Kosning um nafn á þjóðgarði

 

Til baka