Timburhús í byggingu

5 feb 2019

Timburhús í byggingu

Eins og þeir sem leið eiga um lóð Menntaskólans á Ísafirði hafa eflaust tekið eftir, þá hefur nýlega risið þar nýtt timburhús. Þetta er brautarskýli sem nemendur á fjórðu önn í húsasmíðanámi eru að smíða fyrir Fossavatnsgönguna, en þeir stunda námið í helgarlotum og kvöldskóla. Sambærilegt hús var smíðað í fyrra og reyndist svo vel að falast var eftir öðru húsi þetta árið. Eins sjá má á meðfylgjandi myndum hafa húsasmíðanemar og kennarar þeirra, þeir Þröstur Jóhannesson og Bergsteinn Gunnarsson verið heppin með veður og smíði hússins því vel á áætlun, enda unnið myrkranna á milli í helgarlotunum.

Mikið aðsókn hefur verið í húsasmíðanámið og nú eru hópar í lotubundnu dreifnámi bæði á fyrsta og öðru ári. Allmargir nemendur eru þegar skráðir á biðlista fyrir námið næsta haust.

Til baka