Undirbúningur fyrir 50 ára afmæli MÍ

17 sep 2020

Undirbúningur fyrir 50 ára afmæli MÍ

Menntaskólinn á Ísafirði fagnar 50 ára afmæli þann 3. október næstkomandi. 

Til stóð að halda uppá afmælið með veglegum hætti, veislu og dagskrá, en af því verður ekki sökum aðstæðna í samfélaginu. 

Þessum tímamótum í sögu skólans verður engu að síður fagnað á ýmsan hátt. 

Afmælismyndband um skólann er í vinnslu og er það unnið af starfandi leikstjóra og kvikmyndagerðarmönnum á Ísafirði, þeim Snævari Sölvasyni, Ásgeiri Helga Þrastarsyni og Hauki Sigurðssyni. Allir eru þeir fyrrum nemendur MÍ. 

Undanfarið hafa þeir fylgst með skólastarfinu og myndað fjölbreytta starfið sem fram fer í skólanum á afmælisárinu. 

Fyrirkomulag afmælisins verður auglýst nánar síðar. 

Til baka