Undirritun samnings um fab-lab í Guðmundarsmiðju

27 okt 2014

Undirritun samnings um fab-lab í Guðmundarsmiðju

Á myndinni eru frá vinstri: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnisstjóri frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Pétur Georg Markan sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari og Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík
Á myndinni eru frá vinstri: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnisstjóri frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Pétur Georg Markan sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari og Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík
Menntaskólinn undirritaði í dag nýjan samning við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp, um rekstur fab-lab smiðju í skólanum. Rekstur fab-lab smiðjunnar hófst formlega í byrjun árs 2013 og hlaut smiðjan þá nafnið Guðmundarsmiðja til minningar um Guðmund Þór Kristjánsson vélstjórnarkennara sem var frumkvöðull að stofnun fab-lab smiðju við skólann. Menntaskólinn leggur eins og áður til húsnæði og tæki í Guðmundarsmiðju en aðrir aðilar að samningi sameinast um annan rekstur. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins.

Til baka