Undirritun samnings við Ísafjarðarbæ

28 des 2019

Undirritun samnings við Ísafjarðarbæ

Þann 18. desember s.l. var undirritaður styrktarsamningur milli Menntaskólans á Ísafirði og Ísafjarðarbæjar vegna afreksíþróttasviðs. Sex íþróttagreinar eru í boði á afreksíþróttasviðinu; blak, dans, handbolti, knattspyrna, körfubolti og skíðaganga. 

Í samninigi MÍ og Ísafjarðarbæjar er kveðið á um að framlag MÍ sé að skipuleggja starfsemi afreksíþróttasviðsins og semja við þjálfara um þjálfun í sínum greinum, Sjúkraþjálfun Vestfjarða um þrekæfingar og að leggja til kennara og húsnæði. Einnig er  rekstrarkostnaður, kynning og utanumhald í höndum MÍ.  Ísafjarðarbær leggur til 1.911.613 kr. sem eru ætlaðar í launagreiðslur til þjálfara þeirra íþróttagreina sem í boði eru auk þess sem sveitarfélagið leggur til tíma í íþróttahúsinu á Torfnesi sem eru annars ekki í notkun í samráði við forstöðumenn íþróttamannvirkja.

Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntakólans á Ísafirði,og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu samninginn. Um 40 nemendur skólans stunda nám við afreksbrautina og var hluti þeirra viðstaddur undirritunina.

Til baka