Upphaf haustannar 2019

15 ágú 2019

Upphaf haustannar 2019

Starf haustannar 2019 er nú um það bil að hefjst. Nemendur mæta til skólasetningar á sal skólans kl. 9 mánudaginn 19. ágúst. Að lokinni skólasetningu mæta nemendur samkvæmt hraðstundatöflu sem ætti að vera lokið upp úr kl. 11.  

Opnað hefur verið fyrir stundatöflur í INNU og nemendur sem þess óska geta fengið útprentað eintak á skrifstofu skólans frá og með mánudeginum 19. ágúst. Töflubreytingar  fara fram rafrænt í gegnum INNU en einnig er hægt að sækja númer til ritara og fara í töflubreytingu að lokinni hraðstundatöflu. Námsgagnalisti er aðgengilegur í INNU en hann má einnig finna hér.

Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8-16 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8-15 á föstudögum. 

Mötuneyti skólans verður opið frá og með 19. ágúst. Hægt verður að kaupa annarkort í mötuneytið hjá ritara.

Til baka