Upphaf haustannar

15 ágú 2017

Upphaf haustannar

Menntaskólinn á Ísafirði býður nemendur og starfsmenn velkomna til starfa á haustönn 2017. Upphaf haustannar er með eftirfarandi hætti:

Þriðjudagurinn 15. ágúst
Stundaskrár opnast í INNU. Námsgagnalisti nemenda er í INNU og á heimasíðu skólans, www.misa.is.

Skráningu í fjarnám lýkur.

Miðvikudagurinn 16. ágúst

Starfsdagur kennara


Fimmtudagurinn 17. ágúst

Starfsdagur kennara

Kl. 15:00-17:00          
Töflubreytingar. Nemendur sækja sér númer hjá ritara. Athugið að nýnemar þurfa ekki að fara í töflubreytingar.

 

Föstudagurinn 18. ágúst
08:00-09:00
Nemendur geta nálgast stundatöflur og bókalista hjá ritara.

09:00
Skólasetning á sal skólans.

09:30
Í framhaldi af skólasetningu verður kennd svokölluð hraðstundatafla þar sem nemendur hitta kennara sína í hverju fagi í 10 mínútur.

11:30                         
Nýnemakynning í stofu 17 (fyrirlestrarsal) þegar hraðtöflunni lýkur.  
13:00-15:00 
Töflubreytingar.


Mánudagurinn 21. ágúst
Kennsla samkvæmt stundatöflu.


Þriðjudagurinn 22. ágúst

Fundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema í stofu 17 (fyrirlestrarsal) kl. 18:00. Kennarar nýnema verða á staðnum. Léttar veitingar í boði á eftir fyrir þá sem vilja.

Fimmtudagurinn 24. ágúst

Nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði. Gist eina nótt og komið heim um hádegisbil föstudaginn 25. ágúst.

 

Fimmtudagurinn 31. ágúst

Kynningarfundur fyrir nemendur með lesblindu kl. 10:30 í stofu 17 (fyrirlestrarsal). Kynning á hljóðbókum og fleiru gagnlegu en nemendur sem hafa aðgang að, m.a. hjá Hljóðbókasafni Íslands (kennslubækur o.fl.).


Mánudagurinn 11. september
Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga á haustönn 2017.

 

Þriðjudagurinn 12. september

Síðasti dagur til að skrá sig til útskriftar, á haust- og vorönn. Skráningin fer fram hjá ritara.

 

Til baka