Upphaf vorannar 2019

4 jan 2019

Upphaf vorannar 2019

Menntaskólinn á Ísafirði óskar nemendum, starfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu 2018.

Skólastarf á vorönn hefst þann 7. janúar kl. 8.10 og kennt verður samkvæmt stundaskrá. Nemendur sem þurfa á töflubreytingum að halda geta sótt um þær í gegnum INNU. Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í INNU þann 4. janúar. Nemendur sem þurfa á töflubreytingum að halda geta sótt um þær í gegnum INNU. Heimavistin verður opin frá 6. janúar og nýir heimavistarbúar þurfa að hitta fjármálastjóra 7. janúar og skrifa undir samning. Mötuneyti skólans verður opið frá 7. janúar.

Með ósk um gott gengi og gott samstarf á vorönn 2019!

Til baka