Upphaf vorannar 2020

8 jan 2020

Upphaf vorannar 2020

Skólahald Menntaskólans á Ísafirði hófst mánudaginn 6. janúar með hraðstundatöflu og kennsla hófst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. janúar.

Innritun fyrir vorönn er lokið bæði í fjarnám og dagskóla. 

Nemendur Menntaskólans á Ísafirði hafa aldrei verið fleiri en nú. Alls eru 477 nemendur skráðir í skólann.

Fjarnemum fjölgar stöðugt og eru nú 163.  Af fjarnemum eru 54 nemendur með Menntaskólann á Ísafirði sem sinn heimaskóla. Dagnemum fækkar og eru nú 161 dagnemi í skólanum. Í dreifnámi eru 20 nemendur í húsasmíði, 33 nemendur í námi á A-stigi skipstjórnar og 100 nemendur eru í sjúkraliðanámi.

Skólahald fer ánægjulega af stað með metfjölda nemenda í skólanum. 

 

Til baka