Úrslit í róðrarkeppni

29 sep 2016

Úrslit í róðrarkeppni

Þá er árlegri róðrarkeppni MÍ lokið og úrslit ljós.
Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni urðu Moby Dick og dvergarnir 6 og Sigþór en þeir réru á tímanum 00:49:35. Næstir komu Karlalið kennara á tímanum 00:54:82 og í þriðja sæti varð lið 1. bekkinga á tímanum 01:03:45. Alls tóku 8 lið í keppninni og gekk á ýmsu. Það má nefna að lið stjórnar NMÍ og lið Háskólaseturs 2 voru nánast hnífjöfn í mark eftir að bátar liðanna höfðu flækst saman á leiðinni. Lið NMÍ tókst þó fyrir harðfylgi að vera sjónarmun á undan liði Háskólaseturs. Þá urðu 2 síðustu liðin að hætta keppni vegna vaxandi hvassviðris undir lok keppninnar. Öllum keppendum er þökkuð drengileg keppni og einni öllum þeim sem stóðu að undirbúningi. Stefnt er að ennþá veglegri keppni næsta haust og víst er að ýmsir þykjast þar eiga harma að hefna.

Til baka