Útskrift

1 jún 2016

Útskrift

Laugardaginn 28. maí útskrifuðust 41 nemandi frá Menntaskólanum á Ísafirði. Einn nemandi útksrifaðist með diplómu í förðunarfræði, 8 með A-réttindi vélstjórnar og 31 stúdent.  Auk þess útskrifaðist einn nemandi af rafvirkjabraut frá Tækniskóla Íslands. Dux Scholae, með meðaleinkunnina 9,21, er Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund. Semidux er Arna Kristbjörnsdóttir með meðaleinkunnina 9,09.

Við útskriftarathöfnina sem fram fór í Ísafjarðarkirkju voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur:
 • Verðlaun Orkubús Vestfjarða fyrir góðan árangur í vélstjórnargreinum hlaut Þórir Örn Jóhannsson.
 • Verðlaun fyrir góða ástundun og árangur í vélstjórnargreinum, gefin af Kristjáni G. Jóhannssyni og Ingu S. Ólafsdóttur til minningar um hjónin Margréti Leósdóttur og Jóhann Júlíusson, hlaut Guðfinnur Ragnar Jóhannsson.
 • Verðlaun Landsbankans fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði og uppeldisfræði hlaut Kristín Harpa Jónsdóttir.

 • Verðlaun Íslandsbanka  fyrir framúrskarandi árangur í félagsgreinum hlaut Kristín Harpa Jónsdóttir.                    

 • Verðlaun Sögufélags Ísfirðinga fyrir framúrskarandi árangur í sögu hlaut Haraldur Jóhann Hannesson.

 • Verðlaun Menntaskólans á Ísafirði fyrir framúrskarandi árangur í íslensku hlaut Isabel Alejandra Diaz.

 • Verðlaun Eymundsson fyrir framúrskarandi árangur í ensku hlaut Isabel Alejandra Diaz.

 • Verðlaun Hugvísindasviðs Háskóla Íslands  fyrir framúrskarandi árangur í erlendum tungumálum hlaut Isabel Alejandra Diaz.

 • Verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir hæstu meðaleinkunn í eðlisfræði og stærðfræði hlaut Arna Kristbjörnsdóttir.

 • Verðlaun Kerecis fyrir framúrskarandi árangur í líffræði og lífeðlisfræði hlaut Arna Kristbjörnsdóttir.

 • Verðlaun Sjóvá fyrir félagsstörf hlaut Melkorka Ýr Magnúsdóttir.

 • Verðlaun Málningarbúðarinnar á Ísafirði fyrir framúrskarandi árangur í myndlist hlaut Ómar Karvel Guðmundsson.

 • Verðlaun Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. veitt til minningar um Jón Leós fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og félagsstörf hlaut Sigríður Salvarsdóttir.

 • Verðlaun Þýska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í þýsku hlaut Þórhildur Bergljót Jónasdóttir.

 • Verðlaun Danska sendiráðsins fyrir framúrskarandi árangur í dönsku hlaut.

  Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

 • Verðlaun Gámaþjónustu Vestfjarða fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og umhverfismennt hlaut Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

 • Verðlaun til minningar um Guðbjört Guðbjartsson, gefin af Ragnheiði Hákonardóttur, Guðbjarti Ásgeirssyni og fjölskyldu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum hlaut Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

 • Verðlaun Aldarafmælissjóðs Ísafjarðarbæjar, veitt fyrir hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, hlaut Dux Scholae,Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund. 

Þrír útskriftarnemar fluttu tónlist við athöfnina.  Kjartan Elí Guðnason lék á orgel Toccata í d-moll eftir J.S. Bach, Kristín Harpa Jónsdóttir lét á píanó Juba Dance ans úr In the bottoms eftir R.N. Dett og Sigríður Salvarsdóttir söng 

Voi che Sapete, aría Cherubinos úr Brúðkaupi Figarós eftir W.A. Mozart við undirleik Iwonu Frach.

Við athöfnina fluttu fulltrúar afmælisárganga ávörp. Fyrir hönd 10 ára stúdenta flutti ávarp Unnþór Jónsson, fyrir hönd 20 ára Kristján Freyr Halldórsson, fyrir hönd 30 ára Steinunn Kristjánsdóttir og Einar Eyþórsson flutti ávarp fyrir hönd 40 ára stúdenta.

Menntaskólinn á Ísafirði óskar öllum útskriftarefnum innilega til hamingju með áfangann.

Til baka