Val fyrir haustönn 2024

11 mar 2024

Val fyrir haustönn 2024

Í dag hefst valtímabil fyrir haustönn 2024 og stendur það yfir til 15. mars.

Nemendur sem ætla að vera áfram í námi í MÍ þurfa að velja sér áfanga, þetta á við um dagskólanemendur og nemendur sem eru með MÍ sem heimaskóla. Opnað verður fyrir umsóknir í almennt fjarnám 2. apríl og verður auglýst nánar síðar.

Hægt er að fá aðstoð hjá aðstoðarskólameistara, áfanga- og fjarnámsstjóra, náms- og starfsráðgjafa, skólameistara og verkefnastjóra við valið. Hægt er að panta tíma hjá þeim á skrifstofu skólans eða með því að bóka tíma hér. 

Nemendur sem stefna á útskrift á haustönn þurfa að panta tíma hjá áfanga- og fjarnámsstjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir valið.

Hér eru allar upplýsingar um hvernig valið fer fram eftir brautum.

Til baka