Val fyrir vorönn 2022

7 okt 2021

Val fyrir vorönn 2022

Í dag hefst valtímabil fyrir vorönn 2022 og stendur það yfir til 19. október.  Nemendur sem ætla að vera áfram í námi í MÍ þurfa að velja sér áfanga. Hægt er að fá aðstoð hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa við valið. Hægt er að panta tíma hjá þeim á skrifstofu skólans eða með því að bóka tíma hér. Nemendur sem stefna á útskrift á vorönn þurfa að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fara yfir valið.

Hér eru allar upplýsingar um hvernig valið fer fram eftir brautum.

Til baka