Valdagur 23. október

22 okt 2014

Valdagur 23. október

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í Mí á vorönn 2015 þurfa að velja sér áfanga fyrir önnina. Fimmtudaginn 23. október verður opnað fyrir rafrænt val í INNU. Nemendur yngri en 18 ára eiga að hitta umsjónarkennara sína í fundartímanum og fá aðstoð við valið. Nemendur 18 ára og eldri geta pantað sér tíma hjá námsráðgjafa ef þeir þurfa aðstoð. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um það hvernig velja á í gegnum INNU. Einnig eru upplýsingar um þá áfanga sem verða í boði á vorönn og um framvindu náms á brautum skólans. Gangi ykkur vel með valið!

Leiðbeiningar um val í INNU

Framvinda verknámsbrauta

Framvinda bóknámsbrauta

Áfangar í boði á vorönn 2015

Til baka