Vegna óveðurs í dag

10 des 2019

Vegna óveðurs í dag

Vegna ört versnandi veðurs fellur kennsla niður í skólanum í dag. Skrifstofa skólans er einnig lokuð. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir ef einhverjar eru á netfangið misa@misa.is  

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur, í samráði við lögreglustjóra allra umdæma landsins, lýst yfir óvissustigi vegna óhagstæðrar veðurspár.

Auk þess mælist almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar til þess að börn verði heima þriðjudaginn 10. desember. 

Eins hvetur lögreglan til þess að fólk sé ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Ef veðurspáin gengur eftir verður ekkert ferðaveður á þriðjudag, hvorki innanbæjar né utan.

Til baka