Veisla matartæknibrautar

1 jún 2023

Veisla matartæknibrautar

Í lok vorannar héldu nemendur matartæknibrautar glæsilega matarveislu fyrir vini, vandamenn og starfsfólk skólans.

Veislan var hluti af námi nemenda og buðu þeir upp á þríréttaða veislu sem samanstóð af glæsilegum forréttum, lambi og meðlæti í aðalrétt og stórglæsilegu eftirréttahlaðborði.

Með veislunni luku nemendur fyrstu önn sinni í matartæknináminu og æfðu sig í leiðinni í framreiðslu, þjónustu og fleiru tengdu veisluhöldum.

Voru veislugestir á eitt sammála um að vel hefði tekist til og hlakka til næstu veislu.

Til baka