Vel heppnaðir Gróskudagar

8 mar 2018

Vel heppnaðir Gróskudagar

Bollakökusmiðja
Bollakökusmiðja

Á þriðjudag og miðvikudag fóru fram Gróskudagar hér í MÍ. Þá er hefðbundin kennsla brotin upp og boðið upp á ýmiss konar smiðjur í staðinn. Smiðjurnar voru af ýmsum toga og gátu nemendur alls valið sex smiðjur. Smiðjurnar voru: verkstæði MÍ nema, gönguferð um Ísafjörð, Café Lingua, spilagaldrar, borðspil, myndbandakeppni, boccia, jóga, ljósmyndamaraþon, kareoke, kynfræðsla, skíðaganga, víkingaskák, tónlistarsmiðja, fjölmiðlar, skapandi skrif, kvikmyndasmiðja, bokkakökur, ofurhetjur í myndum og teiknimyndasögum, spilavist, út að leika, umhverfissmiðja og fyrirlestur með Heiðari Loga m.a. um lífið með ADHD. Fleiri myndir má finna í albúmi hér á síðunni sem heitir Gróskudagar 2018.

Til baka