Vel heppnuð ferð til Kaupmannahafnar

30 apr 2024

Vel heppnuð ferð til Kaupmannahafnar

Nemendur á starfsbraut fóru í skemmtilega ferð til Kaupmannahafnar í síðustu viku. Í ferðinni heimsóttu þau tvo danska skóla og kynntu þar m.a. starfsbraut MÍ. Þau fengu að kynnast dönskum nemendum og unnu verkefni með þeim. Einnig gafst góður tími fyrir nemendur til að skoða sig um í borginni, fara í siglingu, tívolí, á strikið og margt fleira. Sjö nemendur fóru í ferðina á samt fjórum starfsmönnum og höfðu öll gagn og gaman af eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Til baka