Vel heppnuð nýnemavika

28 ágú 2015

Vel heppnuð nýnemavika

1 af 4
Í ár hófu 54 nýnemar nám við Menntaskólann á Ísafirði. Þessa vikuna hafa þau verið boðin velkomin í skólann á ýmsan hátt, svo sem með grillveislu í hádeginu á föstudaginn og svokallaðri nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði þar sem gist var eina nótt. Nýnemavikunni lýkur svo með dansleik í húsnæði skólans í kvöld. Við bjóðum nýnemana hjartanlega velkomna í MÍ. Við erum ákaflega stolt og ánægð með þau öll og  hlökkum til að kynnast þeim betur.

Til baka