Vetrarljós

25 okt 2023

Vetrarljós

Nemendur í lista- og nýsköpunargreinum tóku þátt í hönnunarkeppni um vetarljós ásamt Lýðskólanum á Flateyri. Efnt var til keppninnar í tengslum við Veturnætur í Ísafjarðarbæ og á opnun hátíðarinnar fengu þrír nemendur verðlaun fyrir sína hönnun. Fyrstu verðlaun hlaut Úrsúla Örk fyrir lampa sem hún kallar Kuldabola, önnur verðlaun hlaut Anna Brauna fyrir standlampa með greniþema og þriðju verðlaun hlaut Anna María Ragnarsdóttir fyrir verk sitt sem nefnist ljóskrús. Vetrarljósin eru til sýnis í verslunargluggum við Silfurtorg. 

Til baka