Vettvangsferð nema í B-námi vélstjórnar til Reykjavíkur

3 okt 2016

Vettvangsferð nema í B-námi vélstjórnar til Reykjavíkur

Hópurinn með Guðmundi Hagalín Guðmundssyni yfirmanni virkjanasviðs OR
Hópurinn með Guðmundi Hagalín Guðmundssyni yfirmanni virkjanasviðs OR
1 af 2
Nemendur í B námi vélstjórnar fóru á dögunum í vettvangsferð til Reykjavíkur og nágrennis í fylgd kennara síns Friðriks Hagalín Smárasonar. Lagt var af stað til Reykjavíkur snemma morguns þriðjudaginn 27. september og komið til Reykjavíkur eftir hádegi. Þá var haldið austur í Hellisheiðarvirkjun þar sem nemendur fengu langa og góða kynningu hjá Guðmundi Hagalín Guðmundssyni sem er forstöðumaður virkjanareksturs Orkuveitu Reykjavíkur. Daginn eftir var farið í heimsókn í Véltækniskólann fyrir hádegi og eftir hádegi var farið á Sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöll. Fimmtudaginn 29. september var farið í heimsókn í Vélar og skip kl. 8 árdegis lagt af stað áleiðis heim um hádegið, eftir skemmtilega og fræðandi ferð. Nokkrar myndir úr ferðinni eru hér með og einnig á facebook síðu skólans. 

Til baka