Við upphaf haustannar 2022

2 sep 2022

Við upphaf haustannar 2022

Haustönn 2022 fer vel af stað, bæði í dagskóla og hjá fjarnemum og lotubundið dreifnám verður að fullu komið í gang nú í byrjun septemer. Nýnemahópurinn sem telur 50 nemendur fór í nýnemaferð á suðursvæði Vestfjarða í síðustu viku ásamt kennurum og námsráðgjafa. Hópurinn fór að Dynjanda í Arnarfirði, heimsótti m.a. Skrímslasetrið á Bíldudal og svo var farið í sund á Tálknafirði. Ferðinni lauk svo í MÍ þar sem boðið var upp á kvöldmat og kvöldvöku, þar sem stjórn Nemendafélags MÍ kynnti það sem verður á döfinni í félagslífi nemenda í vetur. Allt bendir til þess að félagslífið í MÍ verði öflugt í vetur sem er langþráð eftir samkomutakmarkanir síðustu tvö árin. Fyrsti stóri viðburðurinn, nýnemaballið var einmitt haldinn í gær í Gryfjunni og DJ Eysi sá um tónlistina. Ballið var vel heppnað og vel sótt, það eru því spennandi tímar framundan! Nokkrar myndir úr nýnemaferðinni fylgja hér með.

Til baka