Viðbrögð við slæmri veðurspá

9 des 2019

Viðbrögð við slæmri veðurspá

Til nemenda, forráðamanna og starfsfólks MÍ
 
Mjög slæm veðurspá er nú fyrir næstu tvo sólarhringa. Stjórnendur skólans munu ekki senda út tilkynningu um að skólahald falli niður vegna óveðurs eða ófærðar enda er það ekki í þeirra verkahring að meta slíkt. Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn þeirra og starfsfólk skólans fylgist með veðurspá og viðvörun frá Veðurstofu Íslands og jafnframt að kanna færð á vegum hjá Vegagerðinni. Einnig er mikilvægt að fylgjast með tilkynningum frá lögreglu og almannavörnum á samfélagsmiðlum þegar óveður geisar. Ef nemendur treysta sér ekki í skólann vegna veðurs þá þurfa þeir að tilkynna það á skrifstofu skólans, eða forráðamenn þeirra, séu nemendur yngri en 18 ára. 
 
Skólameistari

 

Til baka