Vikan 9. - 13. nóv.

8 nóv 2020

Vikan 9. - 13. nóv.

Tóm skólastofa MÍ, haustönn 2020
Tóm skólastofa MÍ, haustönn 2020

Kennsla vikuna 9. - 13. nóv. í MÍ

Nú er farið að síga á seinnihluta annarinnar og eru bara rúmar fjórar vikur eftir af kennslu á önninni. Næsta vika verður vonandi síðasta vikan í ströngu skólahaldi. Reglugerðin sem nú er í gildi rennur út 17. nóvember og ef allt fer á besta veg verða vonandi tilslakanir í framhaldinu.

Námsmatsdagur verður á miðvikudaginn. Þá er ekki reglubundin kennsla en hugsanlega eru nemendur boðaðir í skólann/á Teams til að ljúka verkefnum eða taka sjúkrapróf. Kennarar hafa þá upplýst nemendur um það. Lotumat 2 verður birt á fimmtudaginn. 

Á fundartíma á fimmtudaginn, 12. nóv. kl. 11.05, verður skólafundur á Teams með öllum nemendum og starfsfólki skólans þar sem við förum yfir stöðuna og ræðum saman um skólastarfið. Slóð verður send á fundinn með tölvupósti. 

Í næstu viku verður fyrirkomulag kennslu eins og í síðustu viku.

  • Allt bóknám verður á Teams.
  • Kennsla í verknámi verður óbreytt, nemendur fá upplýsingar frá kennurum um fyrirkomulag. 
  • Kennsla á starfsbraut helst óbreytt.


Einstaka nemendur þurfa að mæta skv. stundatöflu nema annað komi fram frá kennurum á Moodle. Það eru nemendur í eftirtöldum áföngum:

  • EFNA3EJ05 stofa 7, kennari: Jónas Þór Birgisson
  • KVMG1IK05 stofa 10-12, kennari: Einar Þór Gunnlaugsson
  • TÓNL1HS05 stofa 8, kennari: Andri Pétur Þrastarson

Nú sem áður er mikilvægt að sinna persónubundnum sóttvörnum. Alls staðar þarf að halda 2 metra fjarlægð og grímuskylda er áfram í skólanum.

Fyrir helgi sendi námsráðgjafi öllum nemendum hvatningarorð sem við hvetjum ykkur til að skoða. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við skólann.

Gangi ykkur öllum vel í komandi kennsluviku og sjáumst á skólafundi á fimmtudaginn. 

Til baka