Vorönn hafin - ýmsar breytingar

6 jan 2022

Vorönn hafin - ýmsar breytingar

Breytingar hafa orðið á stjórnun skólans en Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari er í veikindaleyfi og leysir Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri hann af á meðan. Heiðrún sinnir áfram hluta af áfangastjórastörfum en Martha Kristín Pálmadóttir fjarnámsstjóri hefur tekið að mestu við áfangastjórastarfinu.

Í samstarfi við kennara var s.l. haust unnið að nýrri stefnu varðandi mætingar og námsmat sem ætlað er að stuðla að betri námsmenningu í MÍ. Í stefnunni felst m.a. eftirfarandi:

  • Nemendur þurfa að vera með að minnsta kosti 85% mætingu til að fá lokamat í áfanga.
  • Kennarar mega gera kröfu í námsáætlun um að nemandi þurfi að ná lágmarkseinkunn í ákveðnum námsþáttum. Útfærslan getur verið ólík hjá hverjum og einum kennara.
  • Varðandi símanotkun minnum við á að símar eru aðeins notaðir í kennslustundum þegar kennari gefur leyfi til þess.

Eins og áður gildir sú regla að kennarar meta ekki verkefni sem berast eftir skilafrest og skulu allar beiðnir um undanþágu berast skólameistara, heidrun@misa.is

Fimmtu önnina í röð hangir Covid yfir okkur en vonandi náum við að halda úti sem eðlilegustu skólastarfi. Grímuskylda er í skólanum þar sem ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk. Í skólastofum eru fjarlægðarmörkin 1 m en annars 2 m. 

 

Til baka